logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Stóra upplestrarkeppnin

19/05/21Stóra upplestrarkeppnin
Í gær fór fram Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ þar sem fjórir fulltrúar 7. bekkinga frá skólum bæjarins öttu kappi í upplestri. Keppnin var hörð og lesarar stóðu sig gríðarlega vel. Vinningshafi keppninnar var Ingi Ragnar Ingason frá Lágafellsskóla, í öðru sæti var Karólína Björg Árnadóttir úr Varmárskóla og svo var okkar eigin Farah Mehica í þriðja sæti. Við óskum Föruh og hinum keppendum skólans innilega til hamingju með árangurinn. Þau stóðu sig öll mjög vel og við erum gríðarlega stolt af þeim.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira