logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Snemmtæk íhlutun

Í september 2018 fóru leikskólar í Mosfellsbæ í samstarf við Menntamálastofnun og Áshildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing um innleiðingu á verkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“.
Áherslur í verkefninu voru í samræmi við áherslur Aðalnámskrár leikskóla þar sem vægi leiksins er þungamiðjan og meginnámsleið leikskólastarfsins. Leikur er þannig mikilvæg námsaðferð og getur kallað á fjölbreytta notkun tungumálsins og samskipti.

Áhersla á snemmtæka íhlutun byggir á því að barnið byrjar að öðlast málvitund strax á fyrstu mánuðum lífsins. Sú málörvun sem fram fer heima og í leikskólanum hefur úrslitaráhrif á hversu vel barninu gegnur að læra lesa.

Mál og lestrarhæfni er viðfangsefni allra barna og mikilvægt samfélagslegt verkefni. Snemmtæk íhlutun er forsenda þess að efla börn á fyrstu stigum læsisnáms og koma þannig í veg fyrir námserfiðleika og neikvæða upplifun af skólagöngu.

Markmið verkefnisins var
• Að öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning fyrir læsi. Stefnt er á að þessi undirbúningur skili börnunum betur undirbúnum inn í fyrsta bekk grunnskóla og að unnið sé í anda heildstæðrar skólastefnu.
• Að Mosfellsbær taki leiðandi hlutverk í valdeflingu starfsfólks leikskólanna til að beita aðferðum snemmtækrar íhlutunar í daglegu starfi til að efla málfærni og læsi.

Smellið hér til að skoða handbók um snemmtæka íhlutun.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira